Enn ein þrasnefndin 4. október 2006 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, lagði það til í sjónvarpsfréttum um daginn að sett yrði á legg opinber "sannleiksnefnd" sem myndi rannsaka hvernig lögregla fylgdist með þeim hópum sem höfðu í hyggju að kollvarpa lýðræðinu á Íslandi. Steingrímur lagði til að nefndin yrði þannig skipuð að hún "væri hafin yfir alla tortryggni". Þetta hljómar allt mjög vel en er því miður augljós snara sem stjórnarandstöðuþingmaður leggur í þeirri von að ríkisstjórnin láti glepjast. Steingrímur vonar að með þessu nái hann að hamast í þrígang á stjórnarflokkunum. Fyrst myndi hann gagnrýna skipunarbréf og verkefni nefndarinnar. Svo fengi skipan nefndarmanna, sama hvaða menn yrðu fyrir valinu, hæfilegan skammt af gagnrýni. Að lokum yrði svo niðurstaða nefndarinnar, sama hver hún nú yrði, tilefni utandagskrárumræðu með tilheyrandi stóryrðum. Helsti gallinn á þessari tillögu Steingríms er þó ekki aðeins að hann vilji gera pólitískt hanaat úr málinu heldur hitt að það er ekki heppilegt að láta ríkið rannsaka sjálft sig í þessum efnum. Það er miklu frekar verkefni sjálfstæðra fræðimanna eins og grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmálum er gott dæmi um. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur einmitt lýst því yfir að gögn um þessi mál verði gerð opinber eftir því sem kostur er og hefur sett af stað starf sem miðar að því. Þá munu fræðimenn geta lagt mat sitt á hvað þarna hefur farið fram. Steingrímur má þó eiga það að hann er eins og oft áður samkvæmur sjálfum sér. Ef hann sér einhver færi á nýju viðfangsefni í þjóðfélaginu er hann fljótur að leggja til að nefnd á vegum ríkisins taki það að sér. Jafnvel sjálfsagðir hlutir eins og að segja sannleikann verða honum tilefni til að stinga upp á opinberri nefnd.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar