Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar 10. janúar 2026 13:32 Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” (sjá hlekk hér). Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Við frekari lestur á fréttinni þá kom m.a. fram að nýtt met hefði verið slegið í endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi á árinu 2025 eða um 500 milljónum meira en árið á undan. Endurgreiðslur árið 2025 voru 6,6 milljarðar en voru þá 6,1 milljarður á árinu 2024. Á árinu 2024 fengu framleiðendur True Detective sjónvarpsþáttanna um 4 milljarða þ.e. bara þeir þættir. Á árinu 2025 voru endurgreiðslur vegna innlendra kvikmyndaverkefna um 2,5 milljarðar eða um 38%, en erlend fyrirtæki fengu 4,1 milljarð eða 62% af heildinni. Ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað þetta eru háar tölur eða tæpir 13 milljarðar bara á síðustu 2 árum! Núna þegar nýr íþróttamaður ársins 2025 hefur verið kjörinn, til hamingju Eygló Fanndal Sturludóttir, þú ert vel að þessu komin, þá ákvað ég að setja vangaveltur mínar á blað. Verandi formaður Körfuknattleikssambands Íslands þá leiddi ég ósjálfrátt hugann að því hver væru framlög ríkisins til íþróttahreyfingarinnar í landinu svona til að setja hlutina í samhengi við ofangreindar upplýsingar. Ég vil taka skýrt fram að mér finnst íslenski kvikmyndageirinn ekki vera ofsæll af þessum endurgreiðslum og í rauninni finnst mér þetta bara vel gert hjá þeim að ná að sannfæra fjárveitingarvaldið á Alþingi með þessum hætti. Að sama skapi þá er augljóst í mínum huga að það hallar gríðarlega á íþróttahreyfinguna og ljóst að rödd og mikilvægi íþrótta hefur ekki skilað sér með sama hætti í eyru Alþingismanna, sem er eiginlega með ólíkindum. Á árinu 2025 erum við annars vegar með hagnaðardrifna kvikmyndastarfsemi sem nýtur styrkja frá ríkinu upp á 6,6 milljarða og af þeirri fjárhæð renna 4,1 milljarðar til erlendra verkefna/fyrirtækja. Á sama tíma fær ÍSÍ og sérsambönd sem eru óhagnaðardrifin almannaheillafélög um 23% af framlagi til kvikmyndagerðar eða um 1,5 milljarða. Ég vona að ég sé ekki sá eini sem finnst þetta eitthvað skrýtið, að árlegur stuðningur ríkisins við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð sé rúmlega fjórum sinnum meiri en til íþróttamála? Þessi samanburður hlýtur að vekja spurningar um forgangsröðun stjórnvalda. Benda má á að framlög til kvikmyndagerðar séu ekki styrkir heldur endurgreiðslur og ívilnanir sem er ætlað að laða að fjárfestingu og það virðist vera að skila sér, en það má líka benda á að allur kostnaður við rekstur íþróttastarfs er einnig fjárfesting í samfélaginu sem sömuleiðis skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Framlög til íþróttahreyfingarinnar eru því líka í eðli sínu endurgreiðslur. Munurinn er hins vegar sá að íþróttahreyfingin stendur og fellur að stórum hluta með sjálfboðaliðum, sem leggja til ómetanlegt vinnuframlag án þess að fá peningalega umbun fyrir, sem ríkið og/eða sveitarfélög þyrftu annars að greiða. Á sama tíma eru kröfur til íþróttafélaganna, sérsambandanna, ÍSÍ o.fl. sífellt að aukast, bæði faglegar, rekstrarlegar og samfélagslegar og því miður þá fer sjálfboðaliðum hratt fækkandi m.a. vegna þess að álagið á þá er þegar orðið alltof mikið og er bara að aukast. Íþróttir eru hluti af daglegu lífi þjóðarinnar og nánast hvert einasta heimili á Íslandi tengist íþróttum á einhverjum tímapunkti. Íþróttir stuðla að lýðheilsu, forvörnum, félagsfærni og vellíðan. Íþróttir draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins til lengri og skemmri tíma. Íþróttir draga úr félagslegri einangrun ungmenna og stuðla að heilbrigðara lífsviðhorfi. Íþróttir laða börn og unglinga frá snjalltækjum og samfélagsmiðlum. Íþróttir skapa jákvæða fyrirmyndarmenningu og samfélagslegan stöðugleika. Þetta eru áhrif sem engin önnur starfsemi getur veitt á sama hátt. Kvikmyndageirinn hefur vissulega líka jákvæð áhrif. Hann skapar vel borgandi sérfræðistörf, eykur umsvif og styrkir ímynd landsins, en hann er jafnframt hagnaðardrifinn atvinnugeiri og samkvæmt tölum síðasta árs fóru um 62% endurgreiðslna til erlendra verkefna. Þetta þýðir að meirihluti fjármagnsins rennur til fyrirtækja sem starfa tímabundið á Íslandi og taka hagnaðinn með sér úr landi. Það er hluti af eðli kerfisins og var þegar vitað. Í ljósi þessa samanburðar þá höfum við enn eitt dæmið sem sýnir glögglega að framlög til íþrótta eru alltof lág og ekki bara m.v. þennan samanburð heldur útfrá öllum mælikvörðum. Íþróttir eru ekki aðeins afþreying, þær eru lýðheilsuverkefni, forvarnarstarf, félagsleg innviðaþjónusta og uppeldisstarf sem skilar ávinningi áratugum saman og skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Það er því vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild. Mér þætti sömuleiðis gott að heyra uppbyggilegan rökstuðning fyrir því af hverju framlög til kvikmyndagerðar sem að stærstum hluta rennur til hagnaðardrifinna erlendra fyrirtækja ætti að vera 6,6 milljarðar samanborið við 1,5 milljarð til íþróttastarfs sem eru óhagnaðardrifin almannaheillafélög og að stærstum hluta borin uppi af sjálfboðaliðum. Eitt af tískuorðunum í dag er “innviðaskuld” og hún sé orðin svo og svo mikil. Ég tel að uppsöfnuð ÍÞRÓTTASKULD sé sömuleiðis orðin umtalsverð og ólíkt innviðaskuldinni þá hefur hún önnur og mikilvægari áhrif á samfélagið bæði til skemmri og ekki síst til lengri tíma. Ríki og sveitarfélög hafa treyst of mikið á sjálfboðaliða í gegnum árin og í mörgum tilfellum tekið þeim sem gefnum og hafa því vanrækt framlög til íþróttamála í gegnum árin og áratugina. Vegna aukinna krafna, mikils álags og breytinga í okkar samfélagsgerð þá fer sjálfboðaliðum því miður hratt fækkandi. Mörg íþróttafélög eru þegar komin í umtalsverð vandræði af þessum sökum. Þau hafa mörg hver neyðst til þess að hækka æfingagjöld sín og þessi þróun á því miður eftir að halda áfram. Það er mikil hætta á því að þátttaka í íþróttum muni minnka af þessum sökum og íþróttir verði ekki lengur fyrir alla, óháð stétt og efnahag, heldur fyrir þá efnameiri. Það má bara ekki gerast og því brýnt að spyrna við fótum og takast á við íþróttaskuldina, áður en skaðinn verður enn meiri og jafnvel óafturkræfur. Hæstvirtu Alþingismenn og ríkisstjórn, tökum nú höndum saman og látum verkin tala með því að fjárfesta í framtíðinni og stóraukum framlög til íþrótta. Það er orðið löngu tímabært. Höfundur er formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Körfubolti Alþingi Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” (sjá hlekk hér). Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Við frekari lestur á fréttinni þá kom m.a. fram að nýtt met hefði verið slegið í endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi á árinu 2025 eða um 500 milljónum meira en árið á undan. Endurgreiðslur árið 2025 voru 6,6 milljarðar en voru þá 6,1 milljarður á árinu 2024. Á árinu 2024 fengu framleiðendur True Detective sjónvarpsþáttanna um 4 milljarða þ.e. bara þeir þættir. Á árinu 2025 voru endurgreiðslur vegna innlendra kvikmyndaverkefna um 2,5 milljarðar eða um 38%, en erlend fyrirtæki fengu 4,1 milljarð eða 62% af heildinni. Ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað þetta eru háar tölur eða tæpir 13 milljarðar bara á síðustu 2 árum! Núna þegar nýr íþróttamaður ársins 2025 hefur verið kjörinn, til hamingju Eygló Fanndal Sturludóttir, þú ert vel að þessu komin, þá ákvað ég að setja vangaveltur mínar á blað. Verandi formaður Körfuknattleikssambands Íslands þá leiddi ég ósjálfrátt hugann að því hver væru framlög ríkisins til íþróttahreyfingarinnar í landinu svona til að setja hlutina í samhengi við ofangreindar upplýsingar. Ég vil taka skýrt fram að mér finnst íslenski kvikmyndageirinn ekki vera ofsæll af þessum endurgreiðslum og í rauninni finnst mér þetta bara vel gert hjá þeim að ná að sannfæra fjárveitingarvaldið á Alþingi með þessum hætti. Að sama skapi þá er augljóst í mínum huga að það hallar gríðarlega á íþróttahreyfinguna og ljóst að rödd og mikilvægi íþrótta hefur ekki skilað sér með sama hætti í eyru Alþingismanna, sem er eiginlega með ólíkindum. Á árinu 2025 erum við annars vegar með hagnaðardrifna kvikmyndastarfsemi sem nýtur styrkja frá ríkinu upp á 6,6 milljarða og af þeirri fjárhæð renna 4,1 milljarðar til erlendra verkefna/fyrirtækja. Á sama tíma fær ÍSÍ og sérsambönd sem eru óhagnaðardrifin almannaheillafélög um 23% af framlagi til kvikmyndagerðar eða um 1,5 milljarða. Ég vona að ég sé ekki sá eini sem finnst þetta eitthvað skrýtið, að árlegur stuðningur ríkisins við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð sé rúmlega fjórum sinnum meiri en til íþróttamála? Þessi samanburður hlýtur að vekja spurningar um forgangsröðun stjórnvalda. Benda má á að framlög til kvikmyndagerðar séu ekki styrkir heldur endurgreiðslur og ívilnanir sem er ætlað að laða að fjárfestingu og það virðist vera að skila sér, en það má líka benda á að allur kostnaður við rekstur íþróttastarfs er einnig fjárfesting í samfélaginu sem sömuleiðis skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Framlög til íþróttahreyfingarinnar eru því líka í eðli sínu endurgreiðslur. Munurinn er hins vegar sá að íþróttahreyfingin stendur og fellur að stórum hluta með sjálfboðaliðum, sem leggja til ómetanlegt vinnuframlag án þess að fá peningalega umbun fyrir, sem ríkið og/eða sveitarfélög þyrftu annars að greiða. Á sama tíma eru kröfur til íþróttafélaganna, sérsambandanna, ÍSÍ o.fl. sífellt að aukast, bæði faglegar, rekstrarlegar og samfélagslegar og því miður þá fer sjálfboðaliðum hratt fækkandi m.a. vegna þess að álagið á þá er þegar orðið alltof mikið og er bara að aukast. Íþróttir eru hluti af daglegu lífi þjóðarinnar og nánast hvert einasta heimili á Íslandi tengist íþróttum á einhverjum tímapunkti. Íþróttir stuðla að lýðheilsu, forvörnum, félagsfærni og vellíðan. Íþróttir draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins til lengri og skemmri tíma. Íþróttir draga úr félagslegri einangrun ungmenna og stuðla að heilbrigðara lífsviðhorfi. Íþróttir laða börn og unglinga frá snjalltækjum og samfélagsmiðlum. Íþróttir skapa jákvæða fyrirmyndarmenningu og samfélagslegan stöðugleika. Þetta eru áhrif sem engin önnur starfsemi getur veitt á sama hátt. Kvikmyndageirinn hefur vissulega líka jákvæð áhrif. Hann skapar vel borgandi sérfræðistörf, eykur umsvif og styrkir ímynd landsins, en hann er jafnframt hagnaðardrifinn atvinnugeiri og samkvæmt tölum síðasta árs fóru um 62% endurgreiðslna til erlendra verkefna. Þetta þýðir að meirihluti fjármagnsins rennur til fyrirtækja sem starfa tímabundið á Íslandi og taka hagnaðinn með sér úr landi. Það er hluti af eðli kerfisins og var þegar vitað. Í ljósi þessa samanburðar þá höfum við enn eitt dæmið sem sýnir glögglega að framlög til íþrótta eru alltof lág og ekki bara m.v. þennan samanburð heldur útfrá öllum mælikvörðum. Íþróttir eru ekki aðeins afþreying, þær eru lýðheilsuverkefni, forvarnarstarf, félagsleg innviðaþjónusta og uppeldisstarf sem skilar ávinningi áratugum saman og skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Það er því vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild. Mér þætti sömuleiðis gott að heyra uppbyggilegan rökstuðning fyrir því af hverju framlög til kvikmyndagerðar sem að stærstum hluta rennur til hagnaðardrifinna erlendra fyrirtækja ætti að vera 6,6 milljarðar samanborið við 1,5 milljarð til íþróttastarfs sem eru óhagnaðardrifin almannaheillafélög og að stærstum hluta borin uppi af sjálfboðaliðum. Eitt af tískuorðunum í dag er “innviðaskuld” og hún sé orðin svo og svo mikil. Ég tel að uppsöfnuð ÍÞRÓTTASKULD sé sömuleiðis orðin umtalsverð og ólíkt innviðaskuldinni þá hefur hún önnur og mikilvægari áhrif á samfélagið bæði til skemmri og ekki síst til lengri tíma. Ríki og sveitarfélög hafa treyst of mikið á sjálfboðaliða í gegnum árin og í mörgum tilfellum tekið þeim sem gefnum og hafa því vanrækt framlög til íþróttamála í gegnum árin og áratugina. Vegna aukinna krafna, mikils álags og breytinga í okkar samfélagsgerð þá fer sjálfboðaliðum því miður hratt fækkandi. Mörg íþróttafélög eru þegar komin í umtalsverð vandræði af þessum sökum. Þau hafa mörg hver neyðst til þess að hækka æfingagjöld sín og þessi þróun á því miður eftir að halda áfram. Það er mikil hætta á því að þátttaka í íþróttum muni minnka af þessum sökum og íþróttir verði ekki lengur fyrir alla, óháð stétt og efnahag, heldur fyrir þá efnameiri. Það má bara ekki gerast og því brýnt að spyrna við fótum og takast á við íþróttaskuldina, áður en skaðinn verður enn meiri og jafnvel óafturkræfur. Hæstvirtu Alþingismenn og ríkisstjórn, tökum nú höndum saman og látum verkin tala með því að fjárfesta í framtíðinni og stóraukum framlög til íþrótta. Það er orðið löngu tímabært. Höfundur er formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun