Ný framtíðarskipan lífeyrismála Jóhanna sigurðardóttir skrifar 5. október 2006 05:00 Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun