Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhluta landsins verði á láglendi, undir 200 metra hæð yfir sjávarmáli.
Skal Alþingi gera Vegagerðinni að vinna að tillögum þar að lútandi.
Megináherslan á að vera á jarðgöng og brýr yfir firði. Í greinargerð kemur fram að markmiðinu verði náð með innan við 20 jarðgöngum sem samtals yrðu um 100 kílómetrar að lengd.
Frjálslyndir hafa áður flutt tillögu þessa efnis.