Tilteknar aðgerðir horfnar af spítölum 6. október 2006 06:45 Landspítalinn við Hringbraut Sértækar aðgerðir hafa í auknum mæli færst til einkasjúkrahúsa á undanförnum árum. Nær engar krossbandaaðgerðir á hné fara lengur fram á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. MYND/Stefán Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“ Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir það varhugaverða þróun að tilteknar aðgerðir skuli ekki lengur vera framkvæmdar innan veggja spítalanna. Ýmsar sértækar aðgerðir, hnéuppskurðir og aðgerðir á öxlum, séu nær eingöngu framkvæmdar á einkastofum. „Það er ekki heppilegt að ákveðin þjónusta hverfi algjörlega út af spítölunum, eins og hefur gerst. Spítalinn er háskólastofnun sem gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki við að samtvinna þjálfun starfsfólks og heilbrigðisþjónustu. Að því leytinu er það óeðlilegt að spítalinn hafi ekki aðstöðu til þess að byggja upp þekkingu við vissar aðgerðir sem aðeins er farið að bjóða upp á utan spítala. Í því samhengi get ég nefnt sérstaklega krossbandaaðgerðir á hné, sem fara nær eingöngu fram utan spítalans.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hún væri alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en frumvarp sem felur í sér styrkingu heimilda til aðkomu einkafélaga að heilbrigðisþjónustu verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Ríkið hefur á undanförnum árum gert þjónustusamninga við einkafélög, sem taka að sér ákveðna þjónustu en hún er að stærstum hluta greidd af ríkinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur einkavætt heilbrigðiskerfi leiða ótvírætt til ójafnaðar. „Ég tel það algjört grundvallaratriði að tryggja að allir njóti jafns aðgangs að heilbrigðisþjónustu, án tillits til efnahags og stöðu í samfélaginu. Ég er því ekki fylgjandi einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Einkavæðingin felur það í sér að einstaklingar greiði í auknum mæli með beinum hætti fyrir þjónustu sem boðið er upp á. Þetta er því ekki einungis spurningin um rekstur, heldur ekki síst um aðgang að þjónustunni og greiðslufyrirkomulag. Einkafélög geta hins vegar komið að ákveðnum rekstrarþáttum í heilbrigðiskerfinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir Sjálfstæðisflokkinn gæla við einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni. Hann hafnar slíkum hugmyndum algjörlega og bendir á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum sem víti til varnaðar. „Það er alveg ljóst að hugur Sjálfstæðisflokksins stefnir í átt til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Við erum talsmenn algjörlega gagnstæðs sjónarmiðs. Reynslan af einkavæddu heilbrigðiskerfi er herfileg. Hvergi í heiminum er heilbrigðisþjónusta óskilvirkari og dýrari en í Bandaríkjunum, þar sem hún er að mestu einkarekin. Það er nauðsynlegt að forðast það eftir fremsta megni að fara með heilbrigðiskerfi í bandaríska átt, því það er langsamlega dýrasta og versta heilbrigðiskerfi í heiminum.“
Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira