Karlmaður slapp ómeiddur þegar kviknaði í mótorhjóli sem hann ók á Kalkofnsvegi um sjö leytið í gærkvöld. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út og gekk því greiðlega að slökkva eldinn.
Ekki er vitað hvers vegna kviknaði í hjólinu en að sögn varðstjóra í lögreglunni í Reykjavík þykir líklegast að eldurinn hafi kviknað út frá bensíni.
Lögreglan í Reykjavík kom fljótt á vettvang en vel gekk að tryggja öryggi á slysstað þótt hjólið hafi orðið alelda á skömmum tíma.