Stjórnvöld ekki í stóriðju 7. október 2006 09:30 andri snær magnason, jón sigurðsson og illugi gunnarsson Húsfyllir var á fundinum sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir. Andri, Jón og Sigurður voru frummælendur og í lokin voru stuttar pallborðsumræður. MYND/GVA Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta. Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta.
Innlent Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira