Fyrsti bikar vetrarins til Keflavíkur 8. október 2006 10:15 Kátir Keflvíkingar. Leikmenn Keflavíkur þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Njarðvík og gátu leyft sér að fagna vel og innilega eftir leikinn. Á minni myndinni sést Gunnar Einarsson taka á móti Powerade-bikarnum. MYND/Daníel „Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Þetta var vel spilaður varnarleikur hjá báðum liðum en menn áttu í basli með að skora. Það eru enn tvær vikur í mót þannig að það vantar ýmislegt upp á hjá báðum liðum en eigum við ekki að segja að við höfum verið heppnir í restina. Það er samt alltaf óneitanlega gaman að vinna titla,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að liðið vann granna sína í Njarðvík 76-74 í úrslitaleik Powerade-bikarsins sem fram fór í Laugardalshöll. Mikið jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var. Njarðvík var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann en jafnt var í hálfleik 43-43. Hart var barist í leiknum eins og alltaf þegar þessi tvö lið mætast og staðan var 65-65 fyrir síðasta leikhlutann. Þar hélt spennan áfram allt til enda og lokamínútan bauð upp á dramatík. Njarðvíkingar höfðu eins stigs forskot þegar Jeb Ivey skaut en hitti ekki. Thomas Soltau refsaði fyrir það og kom Keflavík yfir 75-74 þegar fjórtán sekúndur voru eftir. Njarðvík hélt í sókn en á einhvern ótrúlegan hátt endaði boltinn ekki ofan í körfunni og Keflvíkingar bættu við stigi úr vítaskoti. Minna en sekúnda var eftir og Njarðvíkingar gerðu góða tilraun til að stela sigrinum en höfðu heppnina ekki með sér og Keflvíkingar báru því sigur úr býtum. xxx xxx xxx „Vörnin hjá okkur í seinni hálfleik var góð en það var ýmislegt sem við þurfum að bæta. Sóknarleikurinn var lélegur hjá okkur og við áttum ekkert sérstakan dag. En leikurinn var spennandi og skemmtilegur fyrir áhorfendur og gaman að hægt sé að byrja tímabilið af svona krafti,“ sagði Sigurður með bros á vör eftir leikinn. Erlendu leikmennirnir Thomas Soltau og Jermaine Williams voru stigahæstir hjá Keflavík, sá fyrrnefndi skoraði 25 stig en síðarnefndi tveimur stigum minna. Þá tók Williams ellefu fráköst en Arnar F. Jónsson kom á eftir þeim í stigaskorun fyrir Keflavík með ellefu stig. Hjá Njarðvík var Brenton Birmingham stigahæstur með 28 stig en Jeb Ivey skoraði átján. Eins og oft áður hirti Friðrik E. Stefánsson flest fráköst en hann tók fjórtán í gær. „Við getum alfarið kennt okkur sjálfum um hvernig þetta fór. Við spiluðum sóknarleikinn skelfilega í seinni hálfleik, það vantaði allt flæði á boltann. Við brugðumst sjálfum okkur og við vorum ekki að gera það sem við ætluðum okkur. Við skutum nánast bara fyrir utan, boltinn fór ekkert inn í teiginn og það vantaði allt jafnvægi. Við fengum fullt af tækifærum til að klára þetta. Annars var þetta flottur leikur, mikið jafnræði allan tímann og mikil spenna,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn.
Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik