Munurinn lá í sóknarnýtingunni 9. október 2006 10:15 Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira