Munurinn lá í sóknarnýtingunni 9. október 2006 10:15 Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram í handbolta komust vel frá leik sínum gegn Celje Lasko í Slóveníu í gær þrátt fyrir að hafa tapað með 11 marka mun, 35-24. Eins og við var að búast var við ramman reip að draga fyrir hið unga lið Fram enda hefur Celje á að skipa einu besta liði heims, auk þess sem heimavöllur þess þykir ein mesta gryfjan í evrópskum handbolta og hafa örfá lið farið þaðan með sigur í farteskinu á síðustu árum. Stemningin var frábær í gær og létu tæplega 4000 áhorfendur vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. "Það er blendnar tilfinningar hjá mér eftir þennan leik því fyrirfram hafði ég ekki gert mér neinar vonir. En mér fannst við spila mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni, og það hefði verið fróðlegt að sjá hvað hefði gerst hefðum við nýtt færin okkar betur. Við fengum aragrúa dauðafæra sem fór í súginn en þeir nýttu sín færi. Munurinn á liðunum lá í sóknarnýtingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, við Fréttablaðið í gær. Öflugur xxx xxx Sóknarnýting Fram var aðeins 35% gegn 54% sóknarnýtingu heimamanna og þá var skotnýting Fram aðeins 43% gegn 64% nýtingu Celje. Þá vörðu markverðir Celje 22 skot en markverðir Fram ekki nema 11 skot. "Við spiluðum okkur í færi allan leikinn en um leið og við förum að klúðra þeim komast þeir í hraðaupphlaup og refsa okkur," bætti Guðmundur við. Framarar höfðu undirtökin fyrstu mínúturnar og komust m.a. í 4-3 forystu en eftir að Celje náði 7-5 forystu var ekki aftur snúið. Segja má að möguleikar Fram, ef einhverjir voru, hafi horfið um miðbik fyrri hálfleiks þegar heimamenn breyttu stöðunni úr 11-7 í 15-8 en í hálfleik var staðan 18-12. Framarar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, náðu meðal annars að minnka muninn í 23-18 og höfðu kost á því að minnka forskotið niður í aðeins fjögur mörk. En þá var eins og leikmenn Celje vöknuðu af værum blundi og setti í fluggírinn svo um munaði og á aðeins örfáum mínútum breyttist staðan í 29-20. "Þetta var vendipunktur leiksins," sagði Guðmundur en auk þess misnotuðu Framarar þrjú vítaköst í leiknum. Celje héldu þessum mun út leikinn og þegar yfir lauk var munurinn 11 mörk, 35-24, sem verður þó að teljast nokkuð viðunandi úrslit fyrir Fram á útivelli gegn gríðarlega öflugu liði. Jóhann Gunnar Einarsson var þeirra markahæstur með fimm mörk auk þess sem hann átti nokkrar góðar stoðsendingar.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Sjá meira