Íslendinga skortir skipulag í vörninni 9. október 2006 07:00 Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag. Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag.
Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira