Lengsti plötusamningur Íslandssögunnar 17. október 2006 13:30 Bubbi Morthens ásamt umboðsmanni sínum Páli Eyjólfssyni, sem mun annast útgáfustjórn á plötum Bubba. MYND/Stefán Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06. Menning Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06.
Menning Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira