Sakaruppgjöf fyrir sannleika Árni Páll Árnason skrifar 17. október 2006 05:00 Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun