Sakaruppgjöf fyrir sannleika Árni Páll Árnason skrifar 17. október 2006 05:00 Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason hefur kynnt athyglisverðar hugmyndir um að sett verði á fót öryggis- og greiningarþjónusta hjá Ríkislögreglustjóra sem um gildi sérstök lög. Það skýtur hins vegar skökku við að Björn og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins neita með öllu að ræða með vitrænum hætti margháttaðar ábendingar um að ólögmætar hleranir hafi viðgengist hér á landi allt fram á síðustu ár. Þvergirðingur, hártoganir og útúrsnúningar eru skilaboð varðhunda flokksins þegar kemur að umræðu um arf fortíðarinnar. Framtíðarstefna okkar í öryggisþjónustu verður ekki rædd án samhengis við fortíðina. Vitað er að margháttuð eftirlitsstarfsemi hefur farið fram undanfarna áratugi hér á landi. Trúverðugar vísbendingar hafa komið fram um ólögmætar hleranir á þessum tíma. Það er ekki hlutverk þeirra, sem hafa ástæðu til að ætla að þeir hafi orðið fyrir hlerunum, að upplýsa hverjir stóðu á bak við ólögmætar meingerðir gegn persónu þeirra fyrr á árum. Ákall fulltrúa fortíðarinnar um að fórnarlömbin nefni heimildarmenn sína er tilraun til að drepa málinu á dreif og koma í veg fyrir að fleiri komi fram sem upplýsingar kunna að hafa. Kalda stríðinu lauk almennt árið 1991 þótt það hafi staðið fram á þennan dag í flokkadráttum í öryggis- og varnarmálum. Það er brýnt að ljúka kalda stríðinu í íslenskum stjórnmálum. Til þess þarf að skapa almenna tiltrú á þeim stjórnvöldum sem fara með öryggis- og greiningarþjónustu og hefja þau yfir pólitíska flokkadrætti. Forsenda þess er að Alþingi skapi þær aðstæður að unnt sé að fjalla um þessi mál á trúverðugan hátt og leiða allar staðreyndir málsins í ljós. Það verður ekki gert nema að Alþingi gefi öllum þeim sem að ólögmætu eftirliti kunna að hafa komið upp sakir og tryggi að þeir haldi störfum sínum og eigi áfram vonir um framgang í starfi með sama hætti og hingað til. Þeir sem kalla eftir nafnbirtingum eru að reyna að þagga niður heilbrigða umræðu og viðhalda ógn. Leiðarljós okkar á þvert á móti að vera að skapa sátt um framtíðina. Það verður best gert með því að sættast við fortíðina. Ég er tilbúinn að fallast á algera sakaruppgjöf öllum þeim til handa sem kunna að hafa komið að þessum málum ef það má verða til þess að leiða sannleikann í ljós. Ég er viss um að svo er einnig um aðra þá sem kunna að hafa orðið fyrir hlerunum. Ef við erum tilbúin að fyrirgefa hvaða hagsmuni er Björn þá að verja?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun