Búast má við að umferðartöfum vegna færslu Sæbrautar ljúki eftir þrjár til fjórar vikur að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.
Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan í vor og er núna unnið að breytingu á gatnamótum Sæbrautar við Sundagarða/Dalbraut. Má búast við töfum vegna þrenginga og umferðarstýringar þar næstu þrjár vikur.
Samhliða þessum framkvæmdum verður unnið að byggingu hljóðveggjar við Kleppsveg og að stígagerð á framkvæmdasvæðinu út nóvember.
Innlent