Skagamenn rannsaka málið 17. október 2006 07:00 Árni Páll Árnason Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Árni Páll Árnason, segist hafa verið varaður við símhlerunum. Málið hefur verið tekið upp hjá embætti Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira