Skagamenn rannsaka málið 17. október 2006 07:00 Árni Páll Árnason Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, Árni Páll Árnason, segist hafa verið varaður við símhlerunum. Málið hefur verið tekið upp hjá embætti Ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að embætti lögreglustjórans á Akranesi annist rannsókn á meintum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, segir að ósk ríkissaksóknara sé alveg nýtilkomin og ómögulegt sé að segja til um hvað hún verði tímafrek eða heimti mikinn mannskap. Hann hafi bara verið beðinn um að leggja til mannskap og eigi von á því að funda fljótlega með ríkissaksóknara. Þá verði farið yfir verkefnið og reynt að greina hvar eigi að bera niður. Bæði Jón Baldvin og Árni Páll hafa sagt að þeir hafi verið varaðir við því að símar þeirra væru hleraðir þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Það á eftir að sannfæra mig um það að í réttarríki eigi lögregla að rannsaka lögregluna, segir Jón Baldvin og telur að þingið hefði átt að rísa upp og skipa rannsóknarnefnd. Fyrir liggur vottfestur og skjalfestur vitnisburður um að sími Jóns Baldvins hafi verið hleraður. Ég má teljast heppinn að vandaður og rammheiðarlegur starfsmaður Símans gaf sig sjálfviljugur fram af því að honum ofbauð málflutningur fyrrverandi forsætisráðherra í málinu, segir hann. Lögreglan getur aldrei rannsakað þetta mál með trúverðugum hætti. Þessi rannsókn er ekki til þess fallin að leiða neitt í ljós í þessu máli, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Ef rannsóknin leiðir eitthvað í ljós þá finnast kannski einn til tveir tæknimenn sem væntanlega verða gerðir að blórabögglum. Hvorki náðist í Boga Nilsson ríkissaksóknara né Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara í gærkvöld.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira