Tveir lögreglumenn hljótavaranlega örorku ár hvert 17. október 2006 03:30 Lögreglan Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar. Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Að meðaltali tveir lögreglumenn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns. Hann fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögreglumenn, sem meiðst hafa í starfi, á hendur ríkissjóði. Samkvæmt upplýsingum Gylfa voru uppgerð bótamál af þessu tagi á árabilinu 1999 til 2001 alls 25. Á árunum 2003 til 2004 voru málin samtals 22. Mál er ekki gert upp fyrr en ári eftir að atvikið á sér stað, því afleiðingarnar eru ekki komnar fram fyrr. Í þessum tilvikum, þar sem um er að ræða uppgerð bótamál, hafa viðkomandi lögreglumönnum verið greiddar bætur úr ríkissjóði, á grundvelli ákvæða laga um lögreglumenn, sem segir að þeir eigi að fá bætur fyrir allt tjón sem þeir verði fyrir í starfi, segir Gylfi. Þarna er um að ræða minni háttar mál, kjaftshögg, glóðaraugu og annað álíka upp í varanlegan miska og örorku. Þess ber að geta að það koma ekki öll mál af þessum toga til mín. Lögreglumenn leita til fleiri lögmanna með þau. En mér virðast þetta vera að meðaltali tíu til tólf mál á ári, þar sem lögreglumenn fá fjárhagsbætur úr ríkissjóði vegna meiðsla sem þeir verða fyrir í starfi. Mín tilfinning er sú, að það séu um það bil tvö mál á ári sem eru mjög alvarlegs eðlis vegna átaka sem lögreglumenn lenda í, segir Gylfi. Ég er nýbúinn að gera upp við ríkislögmann eitt slíkra mála vegna lögreglumanns sem lenti í alvarlegum átökum við handtöku á manni á síðasta ári. Lögreglumaðurinn hlaut í þeim tjón sem leiddi til örorku. Á borði mínu er mál annars lögreglumanns sem búið er að meta og þar eru afleiðingarnar einnig varanleg örorka. Í þessu sambandi má rifja upp lauslega athugun sem forráðamenn Landssambands lögreglumanna gerðu á lífaldri látinna félagsmanna. Niðurstaðan var sú, að lögreglumenn lifa að meðaltali tæplega 67 ár, en hinn almenni borgari lifir í rúmlega 79 ár. Lögreglumenn geta nú, einir opinberra starfsmanna, tekið eftirlaun við 65 ára aldur án þess að 95 ára reglan svokallaða liggi þar til grundvallar.
Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira