FL selur öll bréf sín í Icelandair Group 17. október 2006 06:00 Fljúga hvor sína leið Hannes Smárason og félagar hans í FL Group yfirgefa nú hluthafahóp Icelandair. Jón Karl Ólafsson forstjóri heldur fluginu áfram með nýja áhöfn í hluthafahópnum. FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna. Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
FL Group hefur selt allt hlutafé sitt í Icelandair Group að lokinni áreiðanleikakönnun á Icelandair. Tveir þriðju hlutar hlutafjár voru seldir til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda fyrir milligöngu Glitnis. Það sem eftir stendur verður selt til fagfjárfesta og almennings í hlutafjárútboði á næstunni í tengslum við skráningu Icelandair í Kauphöll Íslands. Tryggir Glitnir sölu á því hlutafé Icelandair sem enn er óráðstafað en áætlað er að skráning fari fram á næstunni. Þrír fjárfestahópar kaupa helming hlutafjár í Icelandair en þeir eru: Langflug, Naust og Blue-Sky Transport. Fyrstnefnda félagið, sem er að mestu leyti í eigu Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, tekur um 32 prósenta hlut. Naust kaupir 11,1 prósent en fyrir því fara eigendur Bílanausts og Olíufélagsins þar sem stærsti hluthafinn er Benedikt Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og Sjóvá-Almennra. Blue-Sky Transport Holding eignast 7,4 prósenta hlut en það er að stærstum hluta í eigu Ómars Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Finnur Ingólfsson, starfandi stjórnarformaður VÍS, verður líklega næsti stjórnarformaður Icelandair Group, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Starfsmönnum og lykilstjórnendum Icelandair verður boðið að kaupa alls átta prósent hlutafjár en þar að auki hafa aðrir fjárfestar tryggt sér um átta prósent. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er afar sáttur við söluna sem hann segir að hafi gengið hratt og örugglega fyrir sig. Þetta er rökrétt framhald fyrir okkur og við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur um skráningu og sölu Icelandair. Við horfum til þess að styrkja okkur innan þeirra sviða sem við höfum verið að fjárfesta í. Áætlaður hagnaður FL af sölunni eru um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group og eykst handbært fé fjárfestingafélagsins um 35 milljarða króna.
Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira