Stjórnskipuleg áhætta að skerða eftirlaun ráðamanna 18. október 2006 06:30 Helgi Hjörvar Lögfræðiálit fyrir forsætisráðherra um eftirlaunalög fyrir alþingismenn má heimfæra upp á skerðingu til öryrkja. MYND/Vilhelm Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“ Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Lögmennirnir Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir ráðlögðu Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi forsætisráðherra, að taka ekki þá „stjórnskipulegu áhættu“ að skerða eftirlaun æðstu manna sem voru byrjaðir að þiggja eftirlaun samkvæmt umdeildum lögum frá árinu 2003. Álit Karls og Lilju er unnið að beiðni forsætisráðherra í apríl 2005: „Undirrituð telja ekki útilokað að skerða megi slík réttindi, sé það gert með málefnalegum og almennum hætti. Að öllu virtu, með tilliti til þess hve fáir einstaklingar eiga í hlut og að gættum meðalhófssjónarmiðum, telja undirrituð þó að ekki sé efni til þess að taka þá stjórnskipulegu áhættu sem felst í frekari takmörkun, skerðingu eða niðurfellingu virkra eftirlaunaréttinda,“ segir meðal annars í álitinu sem aldrei var birt. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar, horfir á niðurstöður lögfræðiálitsins í samhengi við skerðingu lífeyrissjóða á greiðslum til öryrkja sem aflað hafa tekna umfram tiltekin viðmið. „Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til þess að setja lög um að afturkalla umdeildustu kaflana í eftirlaunalögunum fyrir alþingismenn og ráðherra vegna eignarréttarákvæða stjórnarskrárinnar,“ segir Helgi. Að sögn Helga segir í álitinu að mjög þröngur réttur sé til að skerða lífeyri sem menn séu byrjaðir að taka. Það eigi til dæmis við um sendiherra sem séu nýbyrjaðir að fá þessi eftirlaun: „Öryrkjarnir hafa treyst á sínar greiðslur í áratugi. Það segir líka í álitinu að það sé algerlega óheimilt að skerða nema með skýrum lagaheimildum. Þessar eftiráreglur, sem beitt er á öryrkjana, eru aðeins gerðar með breytingum á samþykktum lífeyrissjóðanna. Það er í meira lagi vafasamt að fjármálaráðherra skuli hafa staðfest þær.“
Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira