Næststærsta dýr jarðarinnar 19. október 2006 01:00 Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári. Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Hvalveiðar hafa verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að Einar K. Guðfinnsson ákvað að gefa heimild til að veiða níu langreyðar og 30 hrefnur undir formerkjum atvinnuveiða. Hvernig lítur langreyður út?Langreyður er næststærsta dýr jarðarinnar og verður mest um 27 metrar á lengd og um 100 tonn að þyngd. Oftast eru dýrin um 18 til 20 metrar að lengd og vega um 42 tonn. Kvendýrin eru stærri eins og á við um alla reyðarhvali. Það á einnig við um reyðarhvalastofna á suðurhveli jarðar. Langreyður getur orðið mjög gömul og greint hefur verið 94 ára gamalt dýr við Ísland. Hvað um útbreiðslu og lífshætti hvalsins?Langreyði er að finna um öll heimsins höf. Er á Íslandsmiðum frá maí til ágúst. Lífshættir og far er svipað og hjá sandreyði. Langreyður er algengasti stórhvalurinn við Ísland og er mest af henni við landgrunnsbrúnina suðvestur og vestur af landinu. Þar voru hvalveiðar stundaðar um árabil frá Hvalfirði. Einnig er nokkuð af langreyði allt í kringum landið en minnst fyrir utan norður- og norðvestur ströndina. Langreyður telst vera úthafshvalur. Langreyður étur aðallega ljósátu við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að hún étur einnig torfufisk. Hún er afar hraðsynd og getur náð allt að 35 kílómetra hraða á klukkustund. Hvað um veiðar og stofnstærð?Langreyður er sú hvalategund sem mest hefur verið veitt af hér við land. Meðalársveiði árin 1948 til 1985 var 234 dýr en mest 348 dýr árið 1957. Hún var ofveidd á þessu tímabili en stofninn hefur náð fyrri stærð og er talinn í sögulegu hámarki. Samkvæmt nýjustu talningum var stofnstærð Austur-Grænlands-Íslands langreyðarinnar um 23.700 dýr árið 2001. Þetta mat hefur verið staðfest af vísindanefnd NAMMCO árið 2003 og af vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr á þessu ári.
Innlent Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira