Ferðamenn byrjaðir að afpanta ferðir 19. október 2006 03:30 Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Hvalveiðar Þegar hafa verið afpantaðar hvalaskoðunarferðir á næsta sumri með bátum hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Þetta staðfesti Heimir Harðarson, markaðsstjóri og einn eigenda Norðursiglingar, í gærkvöld. Við höfum þegar fengið beiðnir um afpantanir á ferðum, eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni voru formlega leyfðar. Þetta hefur greinileg áhrif á okkar starf. Tæplega 30 þúsund gestir fóru í hvalaskoðunarferð með bátum Norðursiglingar á sumarmánuðum þessa árs. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra telur að atvinnuhvalveiðar Íslendinga geti haft skaðleg áhrif á ímynd landsins. Hún segir Ísland vera í fararbroddi á alþjóðavettvangi hvað varðar umgengni við auðlindir sjávar og margt þurfi að hafa hugfast. Það eru rök með þessum veiðum og á móti þeim. Minn fyrirvari byggir á því að ég óttast um trúverðugleika okkar og ímynd í umhverfislegu tilliti. Ég tel að trúverðugleiki okkar geti veikst þegar við hefjum veiðar í atvinnuskyni. Þá segi ég með réttu eða röngu, því þetta byggir á því hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Jónína segir að leiðrétta verði ýmsan misskilning sem varðar veiðarnar því það sé ekki um það deilt að veiðarnar séu sjálfbærar. Þessir stóru stofnar hrefnu og langreyðar þola því þessar takmörkuðu veiðar. Ég vil ítreka, að með réttu eða röngu, getur þetta haft áhrif á trúverðugleika okkar og ímynd. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar hefur vakið mikla athygli erlendis. Allar helstu fréttastofur vestan hafs og austan hafa fjallað um málið. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, kom fram í beinni útsendingu á fréttstöðinni CNN og gerði grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málinu. Einnig kom fram málsvari Grænfriðunga og lýsti vonbrigðum sínum með breytta stefnu íslenskra stjórnvalda í hvalveiðum.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira