Úrvalið af mjólkurvörum stórminnkar 20. október 2006 07:15 Mjólkurvörur frá Búðardal Hætta er á því að úrvalið af mjólkurvörum minnki í verslunum á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal á næstunni. Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira