Námsgagnastofnun hindrar samkeppni 21. október 2006 08:45 Námsmeyjar lesa námsbækur Samkeppnishindranir á markaðnum má að miklu leyti rekja til lagaumhverfisins að mati Samkeppniseftirlitsins. Lög um Námsgagnastofnun tóku gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga.fréttablaðið/þök Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“ Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira