Tónlist

Nítján milljónir næstu fjögur árin

samningurinn undirritaður Fulltrúar Icelandair, Reykjavíkurborgar og Hr. Örlygs undirrita samninginn.
samningurinn undirritaður Fulltrúar Icelandair, Reykjavíkurborgar og Hr. Örlygs undirrita samninginn. MYND/GVA

Icelandair, Reykjavíkurborg og Hr. Örlygur ehf. hafa undirritað fjögurra ára samstarfssamning um tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.

Samningurinn er þríhliða og innsiglar enn á ný samstarf þessara þriggja aðila um framkvæmd og markaðssetningu á stærstu tónlistarhátíð sem haldin er árlega hér á landi. Reykjavíkurborg leggur alls nítján milljónir króna til næstu fjögurra hátíða.

Frá fyrstu hátíðinni árið 1999 hefur markmiðið verið að koma á framfæri íslensku tónlistarfólki, ásamt því að kynna Reykjavík og Ísland sem áhugaverðan áfangastað utan helsta ferðamannatímabilsins. Enginn vafi er á að hin jákvæða umfjöllun sem hátíðin hefur fengið hefur aukið áhuga erlendra ferðamanna á íslensku menningar- og tónlistarlífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×