Spá því að miðjubaráttan ráði úrslitum 22. október 2006 12:30 paul scholes Mun leika sinn fimmhundruðasta leik fyrir United í dag. MYND/nordicphotos/getty images „Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal. Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
„Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal.
Íþróttir Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira