Valur hirti toppsætið af HK 22. október 2006 12:15 Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn. Íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Sjá meira
Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn.
Íþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Sjá meira