Frábær frammistaða dugði ekki til 22. október 2006 10:00 14 mörk Jóhann Gunnar Einarsson fór á kostum með Fram í gær og skoraði fjórtán mörk í leiknum. MYND/Anton Við vorum sorglega nálægt því að hirða eitt stig úr þessum leik. Þrívegis fáum við brottvísanir á okkur fyrir smávægis athugasemdir sem voru ekki einu sinni mótmæli. Við erum ekki vélmenni, menn verða að fá að tjá sig. Þessar brottvísanir skiptu miklu máli í þessum leik, sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að liðið tapaði 30-33 fyrir slóvenska liðinu Celje Lasko í Safamýrinni í gær. Ég er ósáttur við dómarana en hins vegar ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleikurinn, baráttan og markvarslan voru til staðar og ég er ánægður með það. Við vorum mjög nálægt því að fá stig og raunverulega vantaði bara herslumuninn. Við vorum skipulagðir og agaðir, gáfum okkur tíma og náðum að opna vörnina hjá þeim, sagði Guðmundur. Framarar náðu forystunni 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var á öllum tölum þangað til gestirnir skoruðu fimm mörk gegn einu marki þeirra og náðu fimm marka forskoti. Þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var Celje með fjögurra marka forskot 16-12. Framarar voru aldeilis ekki á því að leggja árar í bát og með frábærum leikkafla höfðu þeir skyndilega minnkað muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir. Mikil stemning var í liðinu og leikmenn höfðu trú á verkefninu. Það dugði þó ekki til því Celje hafði á endanum þriggja marka sigur. Celje hefur tvívegis unnið meistaradeildina síðustu sex ár og sýnir það hve gríðarlega sterkir mótherjar Fram voru í gær. Líkamsstyrkur leikmanna liðsins er allt annar en maður sér í deildinni hér heima. Margir frábærir handknattleiksmenn eru í herbúðum félagsins en skyttan Harbok Sergej frá Hvíta-Rússlandi var besti leikmaður þess í gær. Flestir leikmenn Framliðsins stóðu sig vel í gær, Björgvin Gústavsson varði vel í markinu og í sókninni var Jóhann Gunnar Einarsson í aðalhlutverki en skoraði næstum því helming marka Fram í leiknum, alls fjórtán talsins. Jóhann var mjög sprækur í leiknum og sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni. Ég var ánægður með frammistöðu mína í seinni hálfleiknum en finnst sem ég hefði getað gert betur í þeim fyrri. Gummi lagði leikinn vel upp og við vissum alveg hvað mótherjarnir voru að fara að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann en varnarleikurinn riðlaðist aðeins þegar við misstum Brján (Bjarnason) af velli á mikilvægum tímapunkti. Að mínu mati vorum við að keppa við eitt af fimm bestu liðum í heimi og getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann en næst markahæstur í liði Fram var Haraldur Þorvarðarson með fimm mörk. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Við vorum sorglega nálægt því að hirða eitt stig úr þessum leik. Þrívegis fáum við brottvísanir á okkur fyrir smávægis athugasemdir sem voru ekki einu sinni mótmæli. Við erum ekki vélmenni, menn verða að fá að tjá sig. Þessar brottvísanir skiptu miklu máli í þessum leik, sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að liðið tapaði 30-33 fyrir slóvenska liðinu Celje Lasko í Safamýrinni í gær. Ég er ósáttur við dómarana en hins vegar ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleikurinn, baráttan og markvarslan voru til staðar og ég er ánægður með það. Við vorum mjög nálægt því að fá stig og raunverulega vantaði bara herslumuninn. Við vorum skipulagðir og agaðir, gáfum okkur tíma og náðum að opna vörnina hjá þeim, sagði Guðmundur. Framarar náðu forystunni 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var á öllum tölum þangað til gestirnir skoruðu fimm mörk gegn einu marki þeirra og náðu fimm marka forskoti. Þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var Celje með fjögurra marka forskot 16-12. Framarar voru aldeilis ekki á því að leggja árar í bát og með frábærum leikkafla höfðu þeir skyndilega minnkað muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir. Mikil stemning var í liðinu og leikmenn höfðu trú á verkefninu. Það dugði þó ekki til því Celje hafði á endanum þriggja marka sigur. Celje hefur tvívegis unnið meistaradeildina síðustu sex ár og sýnir það hve gríðarlega sterkir mótherjar Fram voru í gær. Líkamsstyrkur leikmanna liðsins er allt annar en maður sér í deildinni hér heima. Margir frábærir handknattleiksmenn eru í herbúðum félagsins en skyttan Harbok Sergej frá Hvíta-Rússlandi var besti leikmaður þess í gær. Flestir leikmenn Framliðsins stóðu sig vel í gær, Björgvin Gústavsson varði vel í markinu og í sókninni var Jóhann Gunnar Einarsson í aðalhlutverki en skoraði næstum því helming marka Fram í leiknum, alls fjórtán talsins. Jóhann var mjög sprækur í leiknum og sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni. Ég var ánægður með frammistöðu mína í seinni hálfleiknum en finnst sem ég hefði getað gert betur í þeim fyrri. Gummi lagði leikinn vel upp og við vissum alveg hvað mótherjarnir voru að fara að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann en varnarleikurinn riðlaðist aðeins þegar við misstum Brján (Bjarnason) af velli á mikilvægum tímapunkti. Að mínu mati vorum við að keppa við eitt af fimm bestu liðum í heimi og getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann en næst markahæstur í liði Fram var Haraldur Þorvarðarson með fimm mörk.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik