Sáttasveit lögreglu er tekin til starfa 22. október 2006 09:00 Hafsteinn g. HAFSTEINSSON Sáttaleiðin á að hafa mannbætandi áhrif. Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Sáttasveit lögreglunnar er tekin til starfa. Um er að ræða nýjung í starfi lögreglu sem sérþjálfaðir lögreglumenn sjá um. Hlutverk sáttamanna er að leiða svokallaða sáttamiðlun milli gerenda og þolenda og aðstandenda þeirra í minniháttar brotamálum, að sögn Hafsteins G. Hafsteinssonar verkefnisstjóra fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, sem hófst 1. október og var komið á fót af dómsmálaráðherra, segir hann. Að sögn Hafsteins er það fulltrúi ákæruvalds sem tekur ákvörðun um að vísa brotum til sáttamiðlunar. Ríkissaksóknari sér hins vegar um þær ákærur sem snúa að brotum gegn valdstjórninni. Brotin þurfa að vera innan ramma sem skilgreindur er nákvæmlega samkvæmt tilmælum ríkissaksóknara. Innan rammans eru þjófnaðarmál, húsbrot og minniháttar líkamsárásir svo dæmi séu nefnd. Þetta nýja úrræði er einkum ætlað sakhæfum ungmennum sem hafa játað brot sitt og ekki áður gerst sek um alvarleg eða ítrekuð hegningarlagabrot. Rauði þráðurinn í hugmyndafræðinni er að hún hafi mannbætandi áhrif, undirstrikar Hafsteinn. Sáttamiðlun er líklegri til að koma geranda aftur inn á beinu brautina. Hann þarf að standa augliti til auglitis við þolandann, gera grein fyrir ástæðum brotsins, átta sig á afleiðingum gjörða sinna og axla ábyrgð á þeim. Hvað varðar þolandann, þá mun sáttamiðlun bæta betur úr þeim efnislega og tilfinningalega skaða sem hann hefur orðið fyrir. Þó að áherslan hafi færst yfir á að sinna betur þörfum þeirra sem urðu fyrir skaðanum, en ekki hinna sem ollu honum, þá kemur sáttamiðlun jafnframt mjög til móts við þarfir gerenda. Gerandi fær til að mynda tækifæri til að bæta fyrir skaðann og komist gerandi og þolandi að samkomulagi leiðir það til þess að brotið færist ekki á sakaskrá. Hafsteinn leggur jafnframt áherslu á að í sáttamiðlun fái fólk tækifæri til að ræða saman til að reyna að ná sáttum. Takist það geri viðkomandi skriflegan samning um málalok þar sem gerandi bætir þolanda það tjón sem hann hefur valdið honum. Best hefur tekist til ef viðkomandi standa sáttir upp frá borðum, segir Hafsteinn Það að fá fólk til að ræða saman og einbeita sér að ástæðum og orsökum brots í stað sakar og refsingar kemur ekki einungis þeim til góða heldur samfélaginu öllu.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira