Bann í trássi við reglurnar 23. október 2006 06:45 Stefán Geir Þórisson hrl. Komst að þeirri niðurstöðu að bann við áfengisauglýsingum hér á landi væri í trássi við reglur. Hið íslenska auglýsingabann á áfengi takmarkar í ríkara mæli möguleika til að koma á markað framleiðsluvörum frá öðrum EES-ríkjum en innlendum framleiðsluvörum. Þetta er ályktun sem Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður dró í erindi sem hann flutti nýverið um áfengisauglýsingar í Háskóla Reykjavíkur. Í erindi sínu fór Stefán Geir yfir tvö mál frá Svíþjóð og Noregi þar sem niðurstaðan var sú að með auglýsingabanni væru brotnar reglur Evrópuréttarins um frjálsa vöruflutninga og þjónustu. Í dómunum kæmi fram að hægt væri að ná markmiðum auglýsingabanns, til dæmis varðandi heilsu, með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en algert auglýsingabann. Á fundinum urðu nokkrar umræður um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co var dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga og kom fram að menn töldu dóminn ekki í fullkomnu samræmi við Evrópureglurnar. Vonandi verður lögunum breytt þannig að þau samrýmist bæði Evrópureglum og almennri vitund almennings fyrir því hvernig þetta eigi að vera. Ástandið núna er óþolandi fyrir alla því að það er mikið um auglýsingar á áfengi og svo virðist handahófskennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki, segir Stefán Geir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að lögreglustjórarnir í landinu sjái um að ákæra í brotum á áfengisauglýsingabanni og þeir meti hvert tilvik fyrir sig. Ekki sé hægt að segja að það sé tilviljanakennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Býsna mörg mál hafi verið tekin fyrir, meðal annars verði eitt mál tekið fyrir í Hæstarétti í næstu viku. Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Sjá meira
Hið íslenska auglýsingabann á áfengi takmarkar í ríkara mæli möguleika til að koma á markað framleiðsluvörum frá öðrum EES-ríkjum en innlendum framleiðsluvörum. Þetta er ályktun sem Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður dró í erindi sem hann flutti nýverið um áfengisauglýsingar í Háskóla Reykjavíkur. Í erindi sínu fór Stefán Geir yfir tvö mál frá Svíþjóð og Noregi þar sem niðurstaðan var sú að með auglýsingabanni væru brotnar reglur Evrópuréttarins um frjálsa vöruflutninga og þjónustu. Í dómunum kæmi fram að hægt væri að ná markmiðum auglýsingabanns, til dæmis varðandi heilsu, með aðferðum sem hefðu minni áhrif á frjálst flæði vöru og þjónustu en algert auglýsingabann. Á fundinum urðu nokkrar umræður um nýlegan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co var dæmdur fyrir birtingu áfengisauglýsinga og kom fram að menn töldu dóminn ekki í fullkomnu samræmi við Evrópureglurnar. Vonandi verður lögunum breytt þannig að þau samrýmist bæði Evrópureglum og almennri vitund almennings fyrir því hvernig þetta eigi að vera. Ástandið núna er óþolandi fyrir alla því að það er mikið um auglýsingar á áfengi og svo virðist handahófskennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki, segir Stefán Geir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að lögreglustjórarnir í landinu sjái um að ákæra í brotum á áfengisauglýsingabanni og þeir meti hvert tilvik fyrir sig. Ekki sé hægt að segja að það sé tilviljanakennt hverjir eru ákærðir og hverjir ekki. Býsna mörg mál hafi verið tekin fyrir, meðal annars verði eitt mál tekið fyrir í Hæstarétti í næstu viku.
Innlent Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Innlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Sjá meira