Hvalkjötið selt til manneldis í Japan 23. október 2006 07:15 Hvalskurður Langreyður er mikil skepna eins og sést best þegar hún er skorin. Þeir sem komu að því að skera hvalinn voru greinilega vanir menn. MYND/Vilhelm Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“ Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira
Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Sjá meira