Pyntingalögin eru hrikalegt bakslag 23. október 2006 07:00 Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni. Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, telur lög Bandaríkjaforseta sem heimila starfsemi leynifangelsa, harkalegar yfirheyrsluaðferðir og sérstakan herdómstól yfir meintum hryðjuverkamönnum skelfileg og ótrúlegt að þau skuli hafa hlotið samþykki. Þetta er tákn um alvarlega tilhneigingu hjá Bandaríkjamönnum. Það er mikil hætta fólgin í vinnubrögðum af þessu tagi eins og margítrekuð reynsla hefur sýnt, segir hann og kveðst þar hugsa um mannréttindamál, árangur af réttargæslu og almenna mannúð. Jóni finnst koma til greina að hugleiða það að íslensk stjórnvöld mótmæli þessari lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður forsætisnefndar Alþingis, telur athyglisvert að repúblikanar hafi gert málamiðlun í sínum röðum áður en málið fékk framgang. Mér sýnist þeir hafa lagt áherslu á að fara varlega, skýra réttarástandið og fara að alþjóðlegum skuldbindingum, segir hann. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur lagasetninguna: Hrikalegt bakslag í mannréttindamálum í Bandaríkjunum og tekur undir harkalega gagnrýni ACLU, stærstu og virtustu mannréttindasamtakanna, sem segja hana brjóta gegn bandarísku stjórnarskránni, grafa undan réttarríkinu og sanngjarnri málsmeðferð. Þessi löggjöf er í raun enn einn naglinn í líkkistu þessarar stjórnar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur fylgst með málinu með hroll niður eftir bakinu. Ég deili þeirri skoðun flestra að þarna sé haldið inn á stórhættulega og nánast ómanneskjulega braut. Bandaríkjamenn eru að reyna að búa til nýjan hóp, réttlausa vígamenn, utan við lög og rétt. Ef það heppnast þá er sá hópur að sumu leyti verr settur en dýr því um meðferð dýra gilda þó allavega dýraverndunarlög í siðuðum löndum, segir hann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur lögin: Ganga gegn öllum gildum sem menn hafa reynt að innleiða varðandi mannréttindasjónarmið og rétt fólks til að lúta ekki illri meðferð, segir hann. Mér finnst þetta niðurlægjandi, ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni.
Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira