Byggðaráð Norðurþings hefur orðið við ósk Bergs Elíasar Ágústssonar sveitarstjóra og heimilað honum að selja hlutabréf sveitarfélagins í ýmsum skráðum og óskráðum hlutafélögum.
Um er að ræða bréf í deCODE genetics, Dagsbrún, KB banka, FL Group, Landsbanka Íslands, Digital Creative, De Corp, Aberdeen-sjóðum og í Röndinni ehf.
Nafnverð hlutabréfanna mun vera 3.637.958 krónur en hvorki er getið um skiptingu bréfanna milli félaganna eða áætlað söluverð í fundargerð byggðaráðs.