Tónlist

Einar Ágúst á sviði með Skítamóral

Einar Ágúst Víðisson kom öllum á óvart þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamóral en þeir voru með dansleik á Nasa um helgina.
Einar Ágúst Víðisson kom öllum á óvart þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamóral en þeir voru með dansleik á Nasa um helgina.

Ekki hefur mikið spurst til söngvarans Einars Ágústs að undanförnu og því brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hann steig á svið með fyrrum félögum sínum í Skítamóral á Nasa um helgina.

Að sögn Adda Fannars, gítarleikara hljómsveitarinnar birtist Einar Ágúst óvænt á Nasa og var það því sjálfsagt mál að hann tæki lagið með þeim. „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart enda var þetta alls ekkert planað," segir Addi Fannar. "Það var rosalega vel tekið í þetta bæði af okkur í hljómsveitinni og fólkinu í salnum."

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Einar Ágúst átt við fíkniefnavanda að stríða en samkvæmt ballgestum á Nasa leit kappinn vel út og var greinilega á batavegi. „Hann er að vinna í sínum málum," segir Addi Fannar.

Skítamórall mun frumflytja nýtt lag í þætti Hemma Gunn, Í sjöunda himni, á fimmtudaginn en um áramótin stefnir hljómsveitin að því að taka sér frí í nokkra mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×