Þægilegt og áreynslulaust 31. október 2006 08:00 Bela - Hole and Corner Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson Menning Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Menning Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Fleiri fréttir Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira