Þægilegt og áreynslulaust 31. október 2006 08:00 Bela - Hole and Corner Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Menning Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira