Ríkið niðurgreiðir kennslu um þúsund krónur á mann 31. október 2006 05:30 Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum. Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Framlag hins opinbera til íslenskukennslu útlendinga hefur hækkað um 2,9 milljónir króna frá 2002, úr samtals 15,9 milljónum króna samkvæmt fjárlögum 2002 í 18,8 milljónir króna 2006. Mest hefur upphæðin hækkað síðustu árin. Hún hækkaði um 700 þúsund milli ára 2004 og 2005 og um eina og hálfa milljón króna milli 2005 og 2006. Þetta hefur þó ekki mikið að segja þegar horft er til þess að þúsundir manna hafa komið hingað til vinnu síðustu misserin. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu fengu 22 aðilar styrki til íslenskukennslu á haustönn, að meðaltali 494 þúsund krónur hver. Mímir símennt er stærsti skólinn með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Samkvæmt upplýsingum Rósu Jónsdóttur hjá Mími eru um 490 útlendingar skráðir þar á íslenskunámskeið í haust og má því áætla að ríkið greiði íslenskukennsluna niður um tæplega 1.000 krónur á mann. Þetta er aðeins gróft dæmi um hlutdeild ríkisins. Stéttarfélögin niðurgreiða íslenskunámskeið fyrir útlendinga en þó er misjafnt hvernig að því er staðið. Stéttarfélögin hafa reglur um að viðkomandi þurfi að hafa verið í félaginu frá þremur mánuðum og upp í eitt ár til að geta fengið styrk. Misjafnt er hversu stór styrkurinn er og getur hann verið allt upp í 75 prósent af námskeiðsgjaldinu. Tveir sjóðir verkalýðshreyfingarinnar hafa verið duglegir við að styrkja íslenskukennsluna síðustu árin. Frá ársbyrjun 2004 fram á mitt ár 2006 hefur Starfsafl sett samtals 17,9 milljónir króna í íslenskukennslu miðað við 930 einstaklinga. Á sama tíma hefur Landsmennt veitt 30,9 milljónir króna og er miðað við rúmlega sextán hundruð einstaklinga. Þetta gefur aðeins hugmynd því að til viðbótar er fjöldinn allur af sjóðum á vegum launþegahreyfingarinnar sem hafa styrkt íslenskukennsluna. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir stefnu- og þátttökuleysi. Sveinn Aðalsteinsson, forstöðumaður Starfsafls, segir að nú þyki mönnum nóg komið. „Menn eru ekkert að firra sig ábyrgð á þátttöku í þessu verkefni en aðalatriðið er pólitískt. Það þarf að laga formlega utanumhald og stefnu stjórnvalda í þessum málum,“ segir hann og telur von á úrbótum.
Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent