Alveg bannað að svindla 31. október 2006 00:00 Freyja með bikarinn Ásamt Jóhanni Pétri Hilmarssyni sem sigraði í karlaflokki. Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn. Innlendar Innlent Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Um helgina varð Freyja Sigurðardóttir Íslandsmeistari í Icefitness-keppninni. Hún sigraði örugglega, fékk 39 stig, þrettán stigum meira en sú sem varð í öðru sæti. Freyja er mikil fitness-drottning því hún hefur sigrað í öllum Íslandsmeistaramótum sem hún hefur tekið þátt í, árin 1999, 2000, 2001, 2002 og 2004, auk þess að sigra í ár. Þá hefur hún líka sigrað í fjórum bikarmótum, en bikar- og Íslandsmeistaramótið eru helstu fitness-mótin á Íslandi. „Ég var í fimleikum til 17 ára aldurs og fór í þetta þegar mig vantaði eitthvað eftir fimleikana. Ég keppti ekki árið 2003 því ég var ólétt og gat ekki keppt og í fyrra var ég að undirbúa það að flytja til Noregs," segir Freyja. Hún býr í Álasundi með knattspyrnukappanum Haraldi Frey Guðmundssyni, sem hefur verið að gera góða hluti í vörninni með Álasundsliðinu. Freyja segist aldrei hafa verið í eins góðu formi og núna og var sex kílóum léttari nú en árið 2004. Meðal þess sem hún afrekaði á Icefitness var að taka 80 armbeygjur á 1.14 mínútu og hékk í næstum 3 mínútur í „fitnessgreip", sem henni finnst reyndar leiðinlegasta greinin. „Fyrst og fremst þarf maður bara að vera ógeðslega agaður. Ég er náttúrlega með góðan grunn, til dæmis er ég heppin að hafa fæðst með góða líkamsbyggingu, og hef alltaf hreyft mig mikið. Tólf vikum áður byrjar maður að fókusera á keppnina. Það er alveg bannað að svindla því smá svindl á hverjum degi hleður utan á sig og er orðið eins og stór máltíð á föstudegi. Ég neita því ekki að maður er oft þreyttur á þessu á tímabilinu, en nokkrum dögum fyrir mót fyllist maður eldmóði og sér fram á að þetta er að verða búið." Freyja getur þó enn ekki slappað af þótt hún hafi rúllað Icefitness-keppninni upp því bikarmótið fer fram á laugardaginn. „Það er frábært að hafa þessi tvö mót svona í röð," segir Freyja, sem æfir nú á fullu og ætlar ekki að gefa neitt eftir á laugardaginn.
Innlendar Innlent Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira