Tónlist

Leikur tónsmíðar Lars Jansson

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsinu Efnisskrá kvöldins er fengin úr smiðju Lars Janssons.
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsinu Efnisskrá kvöldins er fengin úr smiðju Lars Janssons.

Stórsveit Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld kl. 20.30. Tónskáld kvöldsins, stjórnandi og einleikari á píanó er sænski tónlistarmaðurinn Lars Jansson.

Jansson hefur verið mjög áberandi í sænsku djasslífi undanfarin 30 ár og er af mörgum talinn til þeirra fremstu píanóleikara. Hann hefur einnig fengist mikið við tónsmíðar fyrir stórsveitir, en Bohuslan Big Band í Gautaborg hefur meðal annars hljóðritað þrjá geisladiska með tónlist Janssons.

Auk þess að leiða eigið tríó og skrifa fyrir stórsveitir hefur Lars Jansson leikið með miklum fjölda þekktra tónlistarmanna eins og Jan Garbarek, Arild Andersen, Red Mitchell, Joakim Milder, Radka Toneff, Knut Riisnaes, Hawk On Flight og Equinox.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×