Þrír með hálft kíló af kókaíni í skónum 1. nóvember 2006 07:15 Kastrupflugvöllur Þar fannst talsvert magn af amfetamíni í geymsluskáp. Íslendingur reyndist hafa tekið skápinn á leigu og fannst kvittunin fyrir leigunni þegar maðurinn kom til landsins. Myndin er óviðkomandi efni fréttarinnar. Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála. Innlent Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála.
Innlent Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira