Breytt umhverfi kallaði á breytingar 2. nóvember 2006 06:00 Samkomulagið handsalað Kristján Þór Júlíusson, Árni M. Mathiesen, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir undirritun. MYND/Pjetur Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri." Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri."
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira