Klámvæðing er ein orsök nauðgananna 2. nóvember 2006 07:00 Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi. Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er gömul saga og ný í okkar samfélagi og ekkert nýtt er við ástand síðustu vikna, sagði Gísli Atlason úr karlahópi Femínistafélagsins á vel sóttum fundi nema í félagsvísindadeild Háskóla Íslands í gær. Gísli telur brýnt að bæta félagsmótun drengja. Hún sé í ólestri og að jafnvel íþróttafélög haldi klámi að ungum piltum. Klám ýti undir kvenfyrirlitningu sem birtist aftur í nauðgunum. Refsilöggjöfin er einnig slæm, sagði Gísli, og benti á að hámarksrefsing fyrir nauðg-anir er sex ár og að dæmdir nauðg-arar sitji inni í 18 mánuði að meðaltali. Auka skal hverfalöggæslu og sýnilega löggæslu um helgar í miðbæ Reykjavíkur, sagði Dagný Jónsdóttir framsóknarkona. Hún sér fyrir sér „eftirlitsmyndavélar upp og niður Laugaveginn“ sem valmöguleika til að auka þar öryggi, en Sigurjón Þórðarson í Frjálslynda flokknum hvatti meðal annars til víðtækrar og breyttrar umræðu í samfélaginu. Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri grænum, minnti á að um langtímavanda væri að ræða, sem engar skammtímalausnir væru á. Hún ítrekaði að ábyrgðin ætti ekki að liggja hjá þolendum. Konum sé ekki nauðgað vegna þess að þær gangi einar að næturlagi eða séu í pilsi, ábyrgðin liggi ávallt hjá nauðgaranum sjálfum. Kolbrún telur greinilega tengingu milli kláms, vændis, nauðgana og mansals. Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingu tók næst til máls og ræddi sérstaklega áhrif klámvæðingarinnar á stráka. „Þetta snýst ekki um okkur [stelpurnar], þetta snýst um strákana,“ sagði Guðrún og telur tímabært að kenna siðfræði kynlífs í skólum. Síðastur á mælendaskrá var Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki og kynnti hann stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hann gagnrýndi Gísla fyrir að tala um að lögin í landinu væru slæm, þegar fyrir þingi lægi fimmtíu síðna frumvarp um endurbætur á þeim. Þar væri meðal annars lagt til að refsirammi kynferðisafbrota yrði þyngdur. Einnig sagði Bjarni að aðgerðaáætlun vegna kynferðislegs ofbeldis hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að í henni séu ýmsar tillögur að umbótum. Eftir fundinn sagði Bjarni það „óumdeilt“ að berjast þyrfti gegn klámvæðingunni í þessu samhengi.
Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira