Tónlist

Tónleikar í þrívídd

Bono Hægt verður að sjá Bono og félaga í U2 í þrívídd á hvíta tjaldinu á næsta ári.
Bono Hægt verður að sjá Bono og félaga í U2 í þrívídd á hvíta tjaldinu á næsta ári.

Næsta sumar eða haust kemur á hvíta tjaldið tónleikamynd með hljómsveitinni U2 í þrívídd. Verið er að vinna úr rúmlega 700 klukkutímum af efni sem var tekið upp á Vertigo-tónleikaferð sveitarinnar um Suður-Ameríku í febrúar og mars síðastliðnum.

Um verður að ræða fyrstu þrívíddarmyndina tekna upp á tónleikum sem verður sýnd í bíó.

Myndin mun notast við sömu Real D-tækni sem kvikmyndahús hafa notað við sýningar á mynd Tims Burton, The Nightmare Before Christmas, sem nýverið kom út í þrívíddarútgáfu.

Leikstjórar myndarinnar eru Mark Pellington og Catherine Owens. Pellington hefur áður leikstýrt myndinni Arlington Road. Hóf hann feril sinn með því að taka upp myndband fyrir U2 við lagið One.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×