Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks 3. nóvember 2006 06:45 Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“ Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gísli Freyr Valdórsson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor heldur því fram að að kosningaskrifstofa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi ein haft aðgang að flokksskrá sjálfstæðismanna sem var uppfærð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Gísli, sem var kosningastjóri Birgis Ármannssonar í prófkjöri síðustu helgar, segir að gildra sem hann hafi lagt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs þegar skrárnar voru uppfærðar styrki skoðun hans. Þá breytti hann númerum hjá félögum sínum. „Það var einungis hringt í okkur frá Guðlaugi Þór.“ Í yfirlýsingu sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér vegna málsins var tekið fram að ásakanir Gísla Freys hafi áður komið fram og verið afsannaðar með rannsókn starfsmanna Valhallar á gögnum hans. Guðlaugur Þór vildi ekki tjá sig opinberlega um málið þegar Fréttablaðið leitaði til hans og sagði það innanflokksmál. Gísli segist ekki hafa komið fram fyrr vegna þess að hann hafi ekki viljað hafa óeðlileg áhrif á prófkjörið. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði nýverið í samtali við NFS að ef einhver frambjóðendanna um síðustu helgi hefði komist yfir aðra flokksskrá en þá sem var í boði fyrir alla frambjóðendur, þá sé það hreinn stuldur. Honum væri þó ekki kunnugt um aðra skrá en þá sem stóð öllum frambjóðendum til boða. Gísli Freyr segir klárt að slík skrá sé til. „Í nafni flokksins var hringt í alla flokksmenn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá voru sett inn ný símanúmer og framkvæmd góð uppfærsla í rauninni. Svo virðist vera að flokksskráin sem er síðan gefin út í haust sé ekki jafn góð.“
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira