Unglingarnir verða að ganga í skólann 3. nóvember 2006 06:15 Unglingar sem búa vestast í Vesturbænum þurfa nú að ganga í skólann, láta aka sér eða fá foreldrana til að borga strætómiða. Borgin styrkir ekki kaup á strætómiðum. Óánægju gætir meðal foreldra í Vesturbænum vegna nýrra reglna varðandi skólaakstur eða strætómiða í skólann. Unglingar í sjötta til tíunda bekk verða nú að búa í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá Hagaskóla til að fá strætómiða og hafa ekki í annan skóla að venda þar sem Hagaskóli er eini grunnskólinn í Vesturbænum fyrir áttunda til tíunda bekk. Reglurnar tóku gildi í marsbyrjun 2005 og hafa þau áhrif að unglingar, sem búa vestast í Vesturbænum og fengu áður strætómiða, verða nú að ganga í skólann um 25 mínútna leið, taka strætó á Nesvegi eða vera ekið. Elín Sigurðardóttir prentsmiður er móðir unglings í Hagaskóla og hún segir að þetta þýði um 10 þúsund króna útgjöld fyrir sig aukalega á mánuði ef barnið tekur strætó. Elín hefur hringt í skólann og sent menntaráði tölvupóst. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að hún geti sótt um undanþágu en veit ekki hvað þarf til. Hún hyggst senda borginni formlegt erindi innan skamms. Júlíus Vífill Ingvarsson er formaður menntaráðs. Hann segir að sú regla hafi verið sett í mars 2005 að nemendur í 8.-10. bekk sem búi í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá skóla eigi rétt á skólaakstri eða strætómiðum. Kvartanir hafi borist sem tekið verði fullt tillit til. Hann hefur beðið um að farið verði yfir málið og svo tekin ákvörðun um framhaldið. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Óánægju gætir meðal foreldra í Vesturbænum vegna nýrra reglna varðandi skólaakstur eða strætómiða í skólann. Unglingar í sjötta til tíunda bekk verða nú að búa í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá Hagaskóla til að fá strætómiða og hafa ekki í annan skóla að venda þar sem Hagaskóli er eini grunnskólinn í Vesturbænum fyrir áttunda til tíunda bekk. Reglurnar tóku gildi í marsbyrjun 2005 og hafa þau áhrif að unglingar, sem búa vestast í Vesturbænum og fengu áður strætómiða, verða nú að ganga í skólann um 25 mínútna leið, taka strætó á Nesvegi eða vera ekið. Elín Sigurðardóttir prentsmiður er móðir unglings í Hagaskóla og hún segir að þetta þýði um 10 þúsund króna útgjöld fyrir sig aukalega á mánuði ef barnið tekur strætó. Elín hefur hringt í skólann og sent menntaráði tölvupóst. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að hún geti sótt um undanþágu en veit ekki hvað þarf til. Hún hyggst senda borginni formlegt erindi innan skamms. Júlíus Vífill Ingvarsson er formaður menntaráðs. Hann segir að sú regla hafi verið sett í mars 2005 að nemendur í 8.-10. bekk sem búi í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá skóla eigi rétt á skólaakstri eða strætómiðum. Kvartanir hafi borist sem tekið verði fullt tillit til. Hann hefur beðið um að farið verði yfir málið og svo tekin ákvörðun um framhaldið.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira