Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps 3. nóvember 2006 06:30 „Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför." Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
„Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför."
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira