Ágætt að það sé skap í mönnum 3. nóvember 2006 00:01 Hannes Sigurðsson missti af æfingunni þegar slagsmálin áttu sér stað, vegna meiðsla. fréttablaðið/daníel Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slagsmálum á æfingu liðsins á miðvikudaginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hannesi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna." Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöðunum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það," bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smávegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það." Það er því ljóst að Hannes missir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heimsækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðarnefndu báru sigurorð á Manchester United á miðvikudaginn. - dsd
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti