Frystitogarinn Kleifarberg frá Ólafsfirði fékk tundurdufl í troll sitt snemma í gærmorgun þar sem hann var staddur um 40 sjómílur norður af Straumsnesi.
Skipverjar gerðu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viðvart og sendi hún tvo sprengjusérfræðinga til til Ísafjarðar til móts við skipið.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vel hafi gengið að gera tundurduflið óvirkt og að það hafi síðan verið flutt á afvikinn og öruggan stað til eyðingar.