Greiðsla óheppileg fyrir lífeyrissjóðinn 4. nóvember 2006 09:30 Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“ Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, segir óheppilegt að ekki hafi verið greitt fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. „Ég neita því ekki að það hefði verið heppilegra að fá einhvern hluta greiddan með bréfum sem hægt væri að selja á markaði. En það var ekki stjórn lífeyrissjóðsins sem kom að því að ákveða það heldur borgarstjórn.“ Gengið var frá kaupum íslenska ríkisins á helmingshlut í Landsvirkjun 1. nóvember síðastliðinn, en hluturinn var áður 45 prósent í eigu Reykjavíkurborgar og fimm prósent í eigu Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir hlutinn með skuldabréfi til 28 ára en þrír milljarðar eru greiddir beint út. Samningarnir, sem undirritaðir voru 1. nóvember, taka gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals greiddi ríkið rúma 30 milljarða fyrir. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vandlega hafa verið farið yfir þessi mál áður en fallist var á það greiðsluform sem varð ofan á. „Sigurður Snævarr borgarhagfræðingur og Birgir Finnbogason fjármálastjóri áttu viðræður við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áður en fallist var á þetta greiðsluform. Það var farið vandlega yfir þessa þætti og ákvarðanir teknar að vel athuguðu máli.“ Alfreð segist sáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar nú en segir einkavæðingarhugmyndir ráðherra í ríkisstjórn hafa gert út um frekari viðræður. „Salan á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun var tímabær af ýmsum ástæðum. Ekki síst vegna þess að það er ekki skynsamlegt að Reykjavíkurborg liggi með fjármuni bundna í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Ég kom að viðræðum um þessa sölu í tíð Reykjavíkurlistans og það var ágætis samstaða um málið þangað til tveir ráðherrar, Geir H. Haarde sem þá var fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, viðruðu hugmyndir um að einkavæða fyrirtækið. Þá sigldu viðræðurnar í strand.“
Innlent Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira