Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn 4. nóvember 2006 08:00 Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira