Áltæknigarður að rísa við Þorlákshöfn 4. nóvember 2006 08:00 Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína. Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Stóriðja Actus ehf. hefur fengið vilyrði fyrir lóð vestan Þorlákshafnar undir svokallaðan áltæknigarð. Í áltæknigarðinum á meðal annars að vera álvinnsla, þekkingarsetur tengt áliðnaði með mögulegri rannsóknaraðstöðu í samstarfi við háskólana í landinu og álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Áltæknigarðurinn mun þó á fyrstu stigum ekki standa að frumvinnslu á áli líkt og annar áliðnaður á Íslandi heldur er stefnt að því að þar fari fram fullvinnsla á vöru. Ef af verður yrði það í fyrsta sinn sem þannig vinnsla myndi fara fram á Íslandi. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir þetta gott tækifæri fyrir svæðið enda skapist um 300 störf og þar af fjölmörg fyrir vel menntað fólk. „Það eru náttúrlega hátæknistörf í kringum þetta sem er mjög áhugavert fyrir okkur. Það er ekki verið að tala um álbræðslu líkt og hefur verið stunduð hér á landi heldur fullvinnslu á áli. Það yrði engin frumvinnsla fyrr en mögulega á seinni stigum málsins og hún yrði þá eingöngu til vinnslu fyrir þetta fyrirtæki.“ Viðræður við helstu orkuframleiðendur landsins hafa staðið yfir undanfarna mánuði og er talið mögulegt að hægt verði að afhenda orku til starfseminnar í kringum 2011. Ólafur segir að umhverfismat ætti að liggja fyrir tveimur árum fyrr og þá ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir á svæðinu. Kjartan Ólafsson, alþingismaður og formaður stóriðjunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir samtökin hafa unnið að markaðssetningu Þorlákshafnar sem kjörsvæði undir stóriðju á undanförnum árum. Sú vinna sé nú að skila árangri. „Við erum búnir að vera að kynna þetta víða um heim og það er að skila sér núna. Við erum búnir að eiga fundi með Actus um þeirra markmið og mér skilst að þeir séu tengdir við fjölþjóðleg stórfyrirtæki í álframleiðslu. Við eigum ekki að vera einungis frumframleiðsluland á áli. Við eigum að fullvinna það, fá meiri verðmætasköpun og skapa fleiri hátæknistörf tengd þessum iðnaði.“ Kjartan segir þetta verkefni ekki vera sérstaklega orkufrekt í samanburði við önnur tengd álvinnslu á Íslandi. „Endurvinnsla og uppbræðsla á áli þarf einungis um 15% af orkunni sem fer í það að framleiða ál.“ Ekki náðist í Jón Hjaltalín Magnússon, eiganda Actus ehf., í gær þar sem hann er staddur í Kína.
Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira