Dýrast að læra á Vesturlandi 4. nóvember 2006 08:30 „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum. Innlent Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum.
Innlent Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Sjá meira