Stjórn AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands, lýsir yfir fullum stuðningi við störf Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu.
Stjórnin lýsir furðu og skömm á ummælum sem Eiður Baldvinsson, forstöðumaður Starfsmannaleigunnar 2b, lét falla við vitnaleiðslu í máli sem AFL höfðaði á hendur 2b til innheimtu á vangoldnum launum starfsmanna fyrirtækisins. En við vitnaleiðslur sakaði Eiður Odd um mútuþægni.
Stjórn AFLs beinir því til samstarfsnefndar verkalýðshreyfingarinnar að Eiður verði kallaður til ábyrgðar orða sinna.